Sony Xperia XA - Tækið uppfært

background image

Tækið uppfært

Þú skalt uppfæra hugbúnað tækisins til að fá nýjustu eiginleikana, viðbætur og

lagfæringar og tryggja hámarksafköst. Þegar hugbúnaðaruppfærsla er í boði birtist á

stöðustikunni. Þú getur einnig athugað hvort nýjar uppfærslur eru í boði eða tímasett

uppfærslu.
Einfaldasta leiðin til að setja upp hugbúnaðaruppfærslu er að gera það þráðlaust úr

tækinu. Sumar uppfærslur eru þó ekki í boði til niðurhals um þráðlausa tengingu. Í þeim
tilvikum þarf að nota Xperia™ Companion-hugbúnað í PC- eða Apple

®

Mac

®

-tölvu til að

uppfæra tækið.
Áður en tækið er uppfært skal huga að eftirfarandi:

Gættu þess að þú sért með nægilegt geymslurými áður en þú reynir að uppfæra.

Ef þú notar tæki með mörgum notendum verður þú að skrá þig sem eigandi, það er að

segja aðalnotandi, til að uppfæra tækið.

Kerfis- og forritauppfærslur geta orðið til þess að eiginleikar tækisins líti öðruvísi út í

tækinu en lýst er í þessari notandahandbók. Android™-útgáfan verður hugsanlega ekki

fyrir áhrifum við uppfærslu.
Frekari upplýsingar um hugbúnaðaruppfærslur má finna á

www.sonymobile.com/update/

.

Til að athuga eftir nýjum hugbúnaði

1

Tryggðu að vera skráð(ur) inn sem notandi ef þú ert að nota tæki með mörgum

notendum.

2

Á Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Um símann > Hugbúnaðaruppfærsla.

Ef enginn nýr hugbúnaður er í boði er mögulegt að þú hafir ekki nóg af minni á tækinu þínu. Ef

Xperia™ tækið hefur minna en 500 MB af lausu innra minni (minnið í tækinu) í boði, færðu ekki

neinar upplýsingar um nýjan hugbúnað. Eftirfarandi tilkynning birtist á tilkynningasvæðinu til að

vara við vöntun á geymslurými: Geymslurými er búið. Sumir kerfisvalkostir virka ekki. Ef þú

færð þessa tilkynningu verður þú að losa innra minni (minni tækisins) áður en þú getur fengið

tilkynningar um nýjan hugbúnað sem eru í boði.

Tækið þitt uppfært þráðlaust

Notaðu forritið til að uppæra hugbúnað til að uppfæra tækið þráðlaust. Uppfærslur sem

þú getur sótt gegnum farsímakerfi ráðast af símafyrirtækinu þínu. Mælt er með notkun

Wi-Fi-netkerfis í stað gagnatengingar þegar nýr hugbúnaður er sóttur, svo komist verði

hjá gagnaflutningsgjöldum.

Til að sækja og setja upp kerfisuppfærslu

1

Tryggðu að vera skráð(ur) inn sem notandi ef þú ert að nota tæki með mörgum

notendum.

2

Á Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Um símann > Hugbúnaðaruppfærsla.

4

Ef kerfisuppfærslur eru í boði pikkarðu á

Sækja til að sækja það í tækið þitt.

5

Þegar niðurhali er lokið pikkarðu á

Setja upp og fylgdu skjáleiðbeiningunum til að

ljúka við uppsetninguna.

Hugbúnaðaruppfærsla skipulögð

1

Á

Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Um símann > Hugbúnaðaruppfærsla.

3

Pikkaðu á og svo á

Stillingar > Sjálfvirk uppsetning > Stilla tíma.

4

Stilltu þann tíma sem þú vilt fyrir hugbúnaðaruppfærsluna og pikkaðu svo á

Í lagi.

36

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Tækið uppfært með tölvu

1

Tengdu tækið við tölvuna með USB-snúrunni.

2

Gættu þess að skjárinn á tækinu þínu sé ólæstur og að USB-tengistilling tækisins

sé stillt á

Skráaflutning (MTP).

3

Opnaðu Xperia™ Companion, fari það ekki sjálfkrafa í gang.

4

Gakktu úr skugga um að tölvan geti tengst við internetið.

5

Tölva: Ef ný hugbúnaðaruppfærsla finnst birtist sprettigluggi. Fylgdu

leiðbeiningunum á skjánum til að setja inn viðeigandi uppfærslur.

Ef þú ert ekki með Xperia™ Companion uppsett í tölvunni skaltu tengja tækið við tölvuna með

snúru og fylgja leiðbeiningunum á skjánum. Gakktu úr skugga um að þú sért að nota USB-

snúruna sem fylgdi tækinu og að hún sé rétt tengd við tækið þitt og tölvuna.