Sony Xperia XA - Sjálfkrafa aflæsing tækisins

background image

Sjálfkrafa aflæsing tækisins

Snjalllæsing auðveldar aflæsingu tækisins þannig að þú getir stillt það á sjálfkrafa

aflæsingu við ákveðnar aðstæður. Þú getur haft tækið þitt ólæst, til dæmis þegar það er

tengt við Bluetooth® tæki eða þegar þú ert með það á þér.
Til að láta tækið opnast sjálfkrafa verður þú fyrst að fara í gegnum eftirfarandi skref, í

þessari röð:

Gakktu úr skugga um að þú sért með virka nettengingu, helst Wi-Fi-tengingu, til að

takmarka kostnað vegna gagnaumferðar.

Vertu viss um að öll forritin þín séu uppfærð með Play Store™-forritinu til að tryggja að

Google Play™-þjónustuforritið sé uppfært. Uppfært Google Play™ tryggir að þú getir

notað nýjustu eiginleika snjalllæsingar.

Virkjaðu snjalllæsingu.

Stilltu hvenær þú vilt að tækið aflæsist sjálfkrafa.

Snjalllæsing er þróuð af Google™ og nákvæm virkni hennar getur breyst vegna uppfærslna

frá Google™.

Það er óvíst að snjalllæsing sé í boði á öllum mörkuðum, svæðum eða í öllum löndum.

Snjalllæsing virkjuð

1

Gakktu úr skugga um að þú hafir stillt mynstur, PIN-númer eða aðgangsorð fyrir

skjálás.

2

Á Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Lásskjár og öryggi > Traustfulltrúi.

4

Dragðu sleðann við hliðina á

Snjalllæsing (Google) til hægri.

5

Pikkaðu á örina til baka við hliðina á

Traustfulltrúi.

6

Finndu og pikkaðu á

Snjalllæsing.

7

Sláðu inn mynstur, PIN-númer eða lykilorð. Þú verður að setja inn þennan skjálás í

hvert skipti sem þú vilt breyta stillingum snjalllæsingar.

8

Veldu tegund snjalllæsingar.

Að stilla hvenær eigi að hafa tækið sjálfkrafa ólæst.

Þú getur stillt snjalllæsingu þannig að tækið sé ólæst með eftirfarandi stillingum:

Traust tæki — Hafðu tækið ólæst þegar traust Bluetooth® tæki er tengt.

Traustir staðir — Hafðu tækið ólæst þegar þú ert á traustum stað.

Líkamsskynjun — Hafðu tækið ólæst þegar þú ert með tækið á þér.
Þú verður að aflæsa tækinu handvirkt þegar þú notar það ekki í 4 klukkustundir og eftir

að þú endurræsir það.

Tenging við traust Bluetooth® tæki

Þú getur útnefnt tengt Bluetooth® tæki sem "traust" tæki og haldið Xperia™ tækinu

ólæstu á meðan það er tengt við það. Þannig að ef þú hefur Bluetooth® tæki sem þú

tengist reglulega, til dæmis bílahátalara eða heimabíó, Bluetooth® úr eða hlaupaúr getur

þú bætt þeim við sem traustum tækjum og farið framhjá viðbættu öryggi lásskjás til að

spara tíma. Þessi eiginleiki á vel við ef þú ert vanalega á tiltölulega öruggum stað þegar

þú notar þessi tæki. Í sumum tilvikum gætir þú þurft að aflæsa tækinu handvirkt áður en

hægt er að tengja traust tæki við það.

Ekki er mælt með því að bæta við tækjum sem eru stöðugt tengd við tækið þitt sem traustum

tækjum, til dæmis Bluetooth® lyklaborðum eða kubbum.

Um leið og slökkt er á traustu Bluetooth® tæki eða það fer út úr drægni læsist skjárinn og þú

þarft PIN-númer, mynstur eða lykilorð til að opna hann.

13

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Traustu Bluetooth®-tæki bætt við

1

Gakktu úr skugga um að tækið sé parað og tengt við það Bluetooth®-tæki sem

þú vilt bæta við sem traustu tæki.

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Lásskjár og öryggi > Snjalllæsing.

3

Í valmynd snjalllæsingar pikkaðu á

Traust tæki > Bæta traustu tæki viðBluetooth

4

Pikkaðu á heiti tækis til að velja það af listanum yfir tengd tæki. Aðeins pöruð tæki

birtast á þessum lista.

5

Þú gætir þurft að opna tækið handvirkt áður en trausta tækið getur haldið því

ólæstu, allt eftir öryggi tengingarinnar.

Traust Bluetooth® tæki fjarlægt

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Lásskjár og öryggi > Snjalllæsing > Traust tæki.

3

Pikkaðu á tækið sem þú vilt fjarlægja.

4

Pikkaðu á

Fjarlægja traust tæki.

Gakktu úr skugga um öryggi þegar traust tæki eru notuð

Mismunandi Bluetooth® tæki styðja mismunandi Bluetooth® staðla og öryggiseiginleika.

Það er mögulegt að einhver geti haldið Xperia™ tæki þínu ólæstu með því að líkja eftir

Bluetooth® tengingu þinni, jafnvel þó traust tæki þitt sé hvergi nærri lengur. Tækið getur

ekki alltaf skorið úr um hvort tengingin sé örugg eða hvort verið sé að reyna að líkja eftir

henni.
Þegar tækið getur ekki skorið úr um hvort þú sért að nota örugga tengingu færðu

tilkynningu í Xperia™ tækið þitt og getur þurft að aflæsa því handvirkt áður en traust tæki

getur haldið því ólæstu.
Drægni tengingar Bluetooth® getur verið breytileg eftir þáttum eins og tegund tækisins,

tengda Bluetooth® tækisins og umhverfinu. Bluetooth® tengingar geta dregið allt að 100

metra, allt eftir þessum þáttum. Taki einhver upp Xperia™ tækið þitt á meðan það er

nálægt traustu tæki getur viðkomandi komist inn í Xperia™ tækið þitt ef trausta tækið

hefur aflæst því.

Tenging við trausta staði

Þegar eiginleikinn Traustir staðir er uppsettur afvirkjast öryggi lásskjásins á Xperia™-

tækinu þegar þú ert á valinni öruggri staðsetningu. Til að þessi eiginleiki virki verðurðu að

hafa nettengingu, helst um Wi-Fi, og leyfa tækinu að nota núverandi staðsetningu þína.
Til að setja upp trausta staði skaltu fyrst ganga úr skugga um að kveikt sé á nákvæmri

staðsetningarstillingu eða sparnaðarstillingu staðsetningar í tækinu áður en þú bætir við

heima- eða sérvalinni staðsetningu.

Nákvæmt umfang traustrar staðsetningar er áætlað og getur náð út fyrir veggi heimilis þíns eða

annarra svæða sem þú hefur bætt við sem traustum staðsetningum. Þessi eiginleiki getur

haldið tækinu þínu ólæstu innan allt að 80 metra radíuss. Þú þarft einnig að vita að hægt er að

líkja eftir eða eiga við staðsetningarmerki. Aðili með aðgang að sérhæfðum búnaði gæti tekið

tækið úr lás.

Heimastaðsetningu bætt við

1

Gakktu úr skugga um að kveikt sé á staðsetningu og að þú sért að nota

annaðhvort

Mikil nákvæmni eða Orkusparnaður stillinguna.

2

Á Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggi > Snjalllæsing > Traustir staðir > Heima.

4

Pikkaðu á

Kveikja á þessari staðsetningu.

14

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Heimastaðsetningu breytt

1

Gakktu úr skugga um að kveikt sé á staðsetningarham og að þú sért að nota

annaðhvort

Mikil nákvæmni eða Orkusparnaður stillinguna.

2

Á Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Lásskjár og öryggi > Snjalllæsing > Traustir

staðir.

4

Veldu heimastaðsetningu.

5

Pikkaðu á

Breyta.

6

Sláðu inn staðsetninguna sem þú vilt nota sem heimastaðsetningu í leitarreininni.

Ef fleiri heimili eru á sama heimilisfangi geturðu bætt við staðsetningu heimilisins innan

byggingarinnar sem sérvöldum stað.

Heimastaðsetning fjarlægð

1

Gakktu úr skugga um að kveikt sé á staðsetningarham og að þú sért að nota

annaðhvort

Mikil nákvæmni eða Orkusparnaður stillinguna.

2

Á Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Lásskjár og öryggi > Snjalllæsing > Traustir

staðir > Heima.

4

Pikkaðu á

Slökkva á þessari staðsetningu.

Notkun sérvalinnar staðsetningar

Þú getur bætt við hvaða staðsetningu sem er sem traustri, sérvalinni staðsetningu þar

sem tækið þitt má vera ólæst.

Sérvöldum stað bætt við

1

Gakktu úr skugga um að kveikt sé á staðsetningarham og að þú sért að nota

annaðhvort

Mikil nákvæmni eða Orkusparnaður stillinguna.

2

Á Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Lásskjár og öryggi > Snjalllæsing > Traustir

staðir.

4

Pikkaðu á

Bæta traustum stað við.

5

Til að nota núverandi staðsetningu þína sem traustan og sérvaldan stað pikkarðu á

Velja þessa staðsetningu.

6

Ef þú vilt hins vegar setja inn aðra staðsetningu skaltu pikka á

stækkunarglerstáknið og slá inn heimilisfangið. Tækið leitar að staðsetningunni

sem slegin var inn. Til að nota ráðlagt heimilisfang skaltu pikka á það.

7

Til að fínstilla staðsetninguna skaltu pikka á örina til baka við hliðina á

heimilisfanginu, draga síðan staðsetningarpinnann að þeirri staðsetningu sem

óskað er og pikka svo á

Velja þessa staðsetningu.

Sérvöldum stað breytt

1

Gakktu úr skugga um að kveikt sé á staðsetningarham og að þú sért að nota

annaðhvort

Mikil nákvæmni eða Orkusparnaður stillinguna.

2

Á Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Lásskjár og öryggi > Snjalllæsing > Traustir

staðir.

4

Veldu staðinn sem þú vilt breyta.

5

Pikkaðu á

Breyta heimilisfangi.

6

Til að slá inn aðra staðsetningu, pikkaðu á stækkunarglerstáknið og sláðu inn

heimilisfangið. Tækið leitar að staðsetningunni sem slegin var inn. Til að nota

ráðlagt heimilisfang skaltu pikka á það.

7

Til að fínstilla staðsetninguna skaltu pikka á örina til baka við hliðina á

heimilisfanginu, draga síðan staðsetningarpinnann að þeirri staðsetningu sem

óskað er og pikka svo á

Velja þessa staðsetningu.

15

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Sérvalinn staður fjarlægður

1

Gakktu úr skugga um að kveikt sé á staðsetningarham og að þú sért að nota

annaðhvort

Mikil nákvæmni eða Orkusparnaður stillinguna.

2

Á Heimaskjár pikkarðu á .

3

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Lásskjár og öryggi > Snjalllæsing > Traustir

staðir.

4

Veldu staðinn sem þú vilt fjarlægja.

5

Pikkaðu á

Eyða.

Haltu tækinu ólæstu þegar þú ert með það á þér

Með því að nota líkamsskynjunina getur þú haft tækið ólæst þegar þú hefur það á þér, til

dæmis þegar þú ert með það í höndunum, vasanum eða í töskunni. Hröðunarmælirinn í

tækinu heldur því ólæstu þegar það skynjar að þú ert með það á þér. Tækið læsist þegar

hröðunarmælirinn skynjar að þú hafir lagt tækið frá þér.

Líkamsskynjunin getur ekki gert greinarmun á því hver er með tækið á sér. Ef þú afhendir

einhverjum tækið á meðan það er ólæst og er að nota líkamsskynjunina má vera að tækið sé

ólæst fyrir hinum notandanum. Hafðu í huga að líkamsskynjunin er ekki eins öflugt öryggistæki

og mynstur, PIN-númer eða lykilorð.

Líkamsskynjun virkjuð

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Lásskjár og öryggi > Snjalllæsing >

Líkamsskynjun.

3

Dragðu sleðann upp að

Slökkt til hægri og pikkaðu á Halda áfram.

Notkun líkamsskynjunar

Þegar þú notar líkamsskynjun verður þú að vita um eftirfarandi eiginleika:

Þegar tækið skynjar að þú sért með það á þér er það ólæst eftir að þú aflæsir því.

Hvenær sem þú leggur tækið frá þér og það skynjar að þú ert ekki lengur með það á þér

læsist tækið sjálfkrafa.

Eftir að þú leggur tækið frá þér, ef þú setur það til dæmis á borð getur liðið allt að mínútu

þar til tækið læsist.

Eftir að þú ferð inn í bíl, strætisvagn eða önnur farartæki á landi, geta liðið á milli 5-10

mínútur þar til tækið læsist.

Athugaðu að þegar þú ferð í flugvél eða skip (eða önnur farartæki sem ekki ferðast á

landi) má vera að tækið læsist ekki sjálfkrafa þannig að gættu þess að læsa því handvirkt

sé þess þörf.

Þegar þú tekur tækið upp á nýjan leik eða ferð út úr farartækinu, aflæstu því einfaldlega

aftur og þá helst tækið ólæst á meðan þú hefur það á þér.

Slökkt á On-body greiningu

1

Á Heimaskjár pikkarðu á .

2

Finndu og pikkaðu á

Stillingar > Öryggi > Snjalllæsing > Líkamsskynjun.

3

Dragðu sleðann við hliðina á

Kveikt til vinstri.